Tónlist

Yndislegur metnaður

Skátar fá góða dóma í tónlistartímaritinu Plan B Magazine.
Skátar fá góða dóma í tónlistartímaritinu Plan B Magazine.

Hljómsveitin Skátar fær góðan dóma fyrir fyrstu plötu sína, Ghost of the Bollock to Come, í enska tónlistartímaritinu Plan B Magazine. Þar segir að platan sé aldeilis frábær þar sem ýmsum tónlistarstefnum sé blandað saman.

"Stórt í sniðum og yndislega metnaðarfullt. Hver einasti kafli í hverju lagi fær mann til að brosa," segir í dómnum. Af plötu Skáta er það einnig að frétta að hún verður plata vikunnar á háskólaútvarpsstöðinni Newcastle College Radio Online í Englandi sem nær til yfir 450 þúsund hlustenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.