Hector Navarro, vísindaráðherra Venesúela segir í samtali við Reuters fréttastofuna að það séu einkum fátæk börn sem þurfa að fara á fætur fyrir sólarupprás til þess að reyna að afla einhverra tekna. Með því að seinka klukkunni um hálftíma fá þessi börn frekar að njóta geisla morgunsólarinnar.
Í dag er Venesúela fjórum klukkustundum á eftir Greenwich tíma GMT, sem meðal annars gildir á Íslandi. Þann fyrsta september verða það fjórar og hálf klukkustund.