Innlent

"Glæpsamlegt að ráðast gegn látnu fólki með þessum hætti"

Hann leynir sér ekki svipurinn með þeim Lúðviki og Hermanni.
Hann leynir sér ekki svipurinn með þeim Lúðviki og Hermanni.

Í dag voru birtar niðurstöður DNA-prófs á Hermanni Jónassyni en Lúðvík Gizurarson hefur lengi barist fyrir því að Hermann verði viðurkenndur sem faðir hans. Samkvæmt DNA-prófinu eru 99,9% líkur að svo sé en Hermann er talinn hafa átt í leynilegu ástarsambandi við móður Lúðvíks á sínum tíma. Málið verður tekið fyrir í dómi á mánudag.

Lúðvík hefur staðið í þeirri baráttu lengi að fá Hermann viðurkenndan sem föður sinn. Árið 2004 kom í ljós eftir DNA-próf að Gizur Bergsteinsson, sem talið var að væri faðir Lúðvíks, var ekki faðir hans og eftir það hefur Lúðvík leitað að föður sínum.

Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og miðað við nýjustu upplýsingar hálfbróðir Lúðvíks, hefur alla tíð neitað að viðurkenna Lúðvík sem hluta af fjölskyldunni.

Ekki náðist í Steingrím í dag. Pálína Hermannsdóttir, dóttir Hermanns, vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi að öðru leiti en því að hún teldi það glæpsamlegt að ráðast gegn látnu fólki með þessum hætti.


Tengdar fréttir

Faðerni og pólitískar deilur

Afar sérkennilegt dómsmál hefur komist í fjölmiðla undanfarna daga, sem snýst um að Lúðvík Gizurarson lögfræðingur er nú á efri árum að reyna að komast að því hver var hans raunverulegi faðir - því hann fékk nýlega staðfest með DNA-rannsókn að Gizur sá Bergsteinsson sem hann hefur alla ævi kennt sig við, hann var hreint ekki raunverulegur faðir hans.

Persónuvernd aðhefst ekki

Lögmaður barna Hermanns Jónassonar hefur ritað Persónuvernd bréf vegna langvinns faðernismáls sem Lúðvík Gizurarson höfðaði á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×