Brann lifandi með fjórum börnum sínum Óli Tynes skrifar 28. ágúst 2007 16:15 Eldar loga um allt Grikkland. Tugir manna hafa farist í skógareldunum í Grikklandi og margir eiga um sárt að binda. Sérstaklega þykir þó sorgleg saga 37 ára gamallar móður sem reyndi að flýja eldana ásamt fjórum börnum sínum. Hún átti heima í Aþenu en var í heimsókn hjá móður sinni í smáþorpinu Artemida sem er um 330 kílómetra suðvestur af höfuðborginni. Börn Athanasiu Paraskevapoulo voru á aldrinum fimm til fimmtán ára. Þegar eldarnir voru við það að umkringja Artemida þurfti Athanasia eins og þorpsbúar eitthundrað að ákveða hvort þeir skyldu reyna að flýja, eða halda kyrru fyrir og vona að eldarnir næðu ekki að húsi móður hennar. En eldarnir nálguðust bæinn hratt og skelfing greip um sig þegar fréttist að slökkviliðssveitir kæmust ekki til þeirra. Fjölmargir ákváðu þá að reyna að forða sér upp á eigin spýtur og bílalest lagði af stað úr bænum. Athanasia og börn hennar voru þar á meðal. Þegar kom að krossgötum varð fólkið að ákveða hvort það héldi áfram niður til nágrannabæjarins Zahora eða héldi upp fjallið. Það ákvað að fara niðureftir. Vegna reyks var skyggni lítið sem ekkert og þegar bílalestin var komin nokkra kílómetra niðureftir fjallinu lentu fremstu bílarnir í hörðum árekstri við slökkviliðsbíl sem var á leið til Artemida. Við áreksturinn valt slökkviliðsbíllinn þvert yfir veginn og lokaði honum. Fólkið átti þá ekki annarra úrkosta að flýja upp fjallið með eldana á eftir sér. Meðal fólksins var Athanasia. Hún komst ekki hratt yfir með börnin sín fjögur. Á laugardagsmorgun fundust kolbrunnin lík hennar og barnanna yst á bjargbrún. Börnin voru í faðmi móður sinnar. Alls fórust 24 þorpsbúar en þorpið þeirra slapp við eldana. Erlent Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Tugir manna hafa farist í skógareldunum í Grikklandi og margir eiga um sárt að binda. Sérstaklega þykir þó sorgleg saga 37 ára gamallar móður sem reyndi að flýja eldana ásamt fjórum börnum sínum. Hún átti heima í Aþenu en var í heimsókn hjá móður sinni í smáþorpinu Artemida sem er um 330 kílómetra suðvestur af höfuðborginni. Börn Athanasiu Paraskevapoulo voru á aldrinum fimm til fimmtán ára. Þegar eldarnir voru við það að umkringja Artemida þurfti Athanasia eins og þorpsbúar eitthundrað að ákveða hvort þeir skyldu reyna að flýja, eða halda kyrru fyrir og vona að eldarnir næðu ekki að húsi móður hennar. En eldarnir nálguðust bæinn hratt og skelfing greip um sig þegar fréttist að slökkviliðssveitir kæmust ekki til þeirra. Fjölmargir ákváðu þá að reyna að forða sér upp á eigin spýtur og bílalest lagði af stað úr bænum. Athanasia og börn hennar voru þar á meðal. Þegar kom að krossgötum varð fólkið að ákveða hvort það héldi áfram niður til nágrannabæjarins Zahora eða héldi upp fjallið. Það ákvað að fara niðureftir. Vegna reyks var skyggni lítið sem ekkert og þegar bílalestin var komin nokkra kílómetra niðureftir fjallinu lentu fremstu bílarnir í hörðum árekstri við slökkviliðsbíl sem var á leið til Artemida. Við áreksturinn valt slökkviliðsbíllinn þvert yfir veginn og lokaði honum. Fólkið átti þá ekki annarra úrkosta að flýja upp fjallið með eldana á eftir sér. Meðal fólksins var Athanasia. Hún komst ekki hratt yfir með börnin sín fjögur. Á laugardagsmorgun fundust kolbrunnin lík hennar og barnanna yst á bjargbrún. Börnin voru í faðmi móður sinnar. Alls fórust 24 þorpsbúar en þorpið þeirra slapp við eldana.
Erlent Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira