Innlent

Vafasamur heiður að líða undir lok

Íslenskar landbúnaðarvörur eru markaðssettar sem umhverfisvænar, þrátt fyrir að erfðabreytt kjarnfóður sé notað í landbúnaði.
Íslenskar landbúnaðarvörur eru markaðssettar sem umhverfisvænar, þrátt fyrir að erfðabreytt kjarnfóður sé notað í landbúnaði.

Neytendasamtökin fagna yfirlýsingu umhverfisráðherra um að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla. Samtökin hafa lengi krafist þess að matvæli sem eru erfðabreytt, og samsett matvæli sem innihalda erfðabreytt hráefni, séu merkt sem slík. Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að vera eina landið á EES-svæðinu þar sem ekki er skylt að merkja slík matvæli sérstaklega.

Í frétt frá umhverfisráðuneytinu er þess getið að Jónína Bjartmarz hafi í hyggju að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla. Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar þannig að þeir hafi raunverulegt valfrelsi þegar kemur að erfðabreyttum matvælum.

Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er hvatt til að skrefið verið stigið til fulls sem allra fyrst og að íslensk löggjöf á þessu sviði verði samræmd Evrópureglum að öllu leiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×