Innlent

Álaborg seld með kvóta frá Þorlákshöfn

Álaborg ÁR-25
Álaborg ÁR-25 MYND/Hafþór Hreiðarsson

Bergur Huginn í Vestmannaeyjum hefur keypt tog- og netabátinn Álaborg ÁR 25 af Eyrum ehf. í Þorlákshöfn. Báturinn er seldur með öllum kvóta, sem er 364 þorskígildistonn. Álaborg er 138 brúttórúmlestir, smíðuð á Ísafirði árið 1974.

Aðalvél er 761 ha. Caterpillar. Kaupverð fæst ekki uppgefið en það mun nema hundruðum milljóna króna. Það var skipamiðlunin Bátar og kvóti, sem annaðist söluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×