Erlent

Átök í Betlehem

Til átaka kom í Betlehem í dag.
Til átaka kom í Betlehem í dag. MYND/AP

Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Betlehem í dag vegna endurbóta Ísraela á vegspotta að Musterishæðinni í Jerúsalem. Þar nærri er einn helgasti staður múslima og óttast þeir að skemmdir verði unnar á honum.

Framkvæmdir á svæðinu og heimsóknir ísraelskra ráðamanna þangað hafa áður orðið kveikja harðra átaka milli Ísraela og Palestínumanna, síðast fyrir rúmum sex árum þegar önnur uppreisn Palestínumanna gegn Ísraelum hófst.

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Hamas, hvatti í dag Palestínumenn til að rísa upp til verndar Al-Aqsa moskunni sem stendur á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×