Erlent

Serbar hafa tekið sig á

Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu.
Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu. MYND/AP

Yfirvöld í Serbíu hafa hert leitina að Ratko Mladic, sem grunaður er um stórfellda stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna, og því eru góðar líkur á að undirbúningur að viðræðum um ESB-aðild landsins fari í gang á ný. Þetta sagði Olli Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins, eftir samtöl við serbneska ráðamenn í Belgrað í morgun. Ný ríkisstjórn undir forsæti Vojislav Kostunica tók við völdum í Serbíu í gærkvöld eftir þriggja mánaða langar stjórnarmyndunarviðræður. Harðlínumenn, sem líta á Mladic sem hetju, beittu málþófi til að tefja fyrir valdatökunni en hefði hún dregist fram yfir miðnætti hefði að halda aðrar kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×