Innlent

Gætið ykkar á Aquanetworld

Óli Tynes skrifar

Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér viðvörun vegna fyrirtækisins Aquanetworld sem er skráð með aðsetur að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Er fólki ráðlagt að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki.

SVÞ segja að vísbendingar hafi fengist um að ástæða sé fyrir aðila að vara sig í viðskiptum við fyrirtækið.

Viðskiptaráðuneytið hefur, eftir erindi frá SVÞ beint því til Fjármálaeftirlitsins að skoða starfsemi Aquanetworld þar sem þeir samningar sem Aquanetworld virðist leggja fram gefa tilefni til að ætla að um leyfisskylda starfsemi geti verið að ræða, þ.e. útgáfu greiðslukorta.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa fjölmargir aðilar bæði hérlendis og erlendis kvartað yfir svikum Aquanetworld.

Í breska landsmálablaðinu Slough Observer er þannig skýrt frá því í byrjun maí að mikill fjöldi manna sé að leita réttar síns vegna greiðslukorta frá fyrirtækinu sem séu einskis virði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×