Innlent

55 geðsjúkir heimilislausir

Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir 55 húsnæðislausa á skrá hjá félaginu.
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir 55 húsnæðislausa á skrá hjá félaginu.
Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis gálgafrest.

Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest.

Ýmislegt hefur verið á huldu um afdrif þeirra sem voru í Byrginu síðustu mánuðina sem það var starfrækt. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar kveðst hafa kortlagt hvað varð um þá þrjátíu og einn sem þar voru undir lok síðasta árs. Hann segir að af þeim séu: þrír á Litla-Hrauni, tíu í neyslu á götunni, tíu hjá vinum eða aðstandendum, einn hjá trúfélaginu Krossinum, þrír búi enn í Byrginu en ekkert er vitað um fjóra þeirra.

Yfirvöld í borginni segja 40-60 manns húsnæðislausa á höfuðborgarsvæðinu. Sveinn telur þá miklu fleiri og fyrirhugaðar lausnir dugi ekki til. Borgin hefur keypt gistiheimilið Centrum á Njálsgötu og ætlar að breyta í gistiskýli fyrir tíu heimilislausa karlmenn með styrk frá Félagsmálaráðuneytinu. Slíkt skýli er hvergi nærri nóg, segir Sveinn, en bara á lista hjá Geðhjálp eru 55 húsnæðislausir.

Þar að auki leysir það ekki vanda veikra einstaklinga segir Sveinn, að fá þak yfir höfuðið, menn þurfi líka viðeigandi þjónustu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×