Innlent

Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Forsvarsmenn Framtíðarlandsins kynna sáttmála sem sendur var öllum stjórnmálaflokkum í mars.
Forsvarsmenn Framtíðarlandsins kynna sáttmála sem sendur var öllum stjórnmálaflokkum í mars. MYND/Stöð2
Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjórn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. Í yfirlýsingu segir að misbrestir séu bæði á kosningafyrirkomulagi og reglum um kosningabaráttu. Nægi þar að nefna ógegnsæjar og torskiljanlegar reglur um úthlutun þingsæta í kjördæmum, misræmi í atkvæðavægi og ofnotkun skoðanakannana. Nálgast má skýrslu um lýðræði á Íslandi og misbresti þess sem unnin var af lýðræðishóp samtakanna á slóðinni http://framtidarlandid.is/kosningar-2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×