Innlent

Pólsku farandsalarnir farnir frá Ísafirði

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Þrír Pólverjar sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af í gær vegna ólöglegrar farandsölu hafa nú greitt sekt og eru farnir frá bænum. Mennirnir voru á sendiferðabíl með erlendum númerum og gengu í heimahús í bænum og reyndu að selja blýantsteikningar og eftirprentanir. Mennirnir höfðu ekki verslunarleyfi og hafði lögreglan þá í haldi þar til rétt undir kvöld.

Þeim var sleppt að undangenginni lögreglustjórasátt.

Um 145 myndir voru gerðar upptækar og var einkum um að ræða teikningar af köttum, fuglum, mannvirkjum og blómum. Gangverð mun hafa verið um 2500 krónur á mynd.

Mennirnir tengjast ekki pólskum fjölskyldum á Ísafirði. Líklegt þykir að þeir tengist tveimur öðrum pólskum mönnum sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af fyrir nokkrum dögum fyrir sömu sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×