Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus Jónas Haraldsson skrifar 12. júlí 2007 13:46 George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira