George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fréttamannafundi sínum í dag að hann ætlaði sér að senda varnarmálaráðherrann Robert Gates og utanríkismálaráðherrann Condoleezzu Rice í ferðalag um Mið-Austurlönd.
Tilgangur ferðarinnar verður að hughreysta bandamenn þeirra á svæðinu, staðfesta samkomulagið sem náðist við Sharm el-Sheikh og fullvissa þá um að ástandið í Mið-Austurlöndum sé eitt af mikilvægustu málunum í utanríkisráðstefnu Bandaríkjanna.