Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Hljóð og tónlist

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
BIRGIR JÓN BIRGISSON OG KEN THOMAS
Birgir Jón Birgisson og Ken Thomas
Birgir og Ken eru tilnefndir fyrir hljóðvinnslu á HEIMA. Birgir hóf feril sinn sem tæknimaður hjá RÚV. Síðustu fimm ár hefur hann unnið sem hljóðmaður hljómsveitarinnar Sigur Rósar og rekið hljóðver hljómsveitarinnar. Ken er hálfur Englendingur og hálfur Íri. Hann hefur komið að öllum plötum hljómsveitarinnar frá árinu 1999. Ken hefur einnig unnið með fjölda íslenskra hljómsveita eins og Sykurmolunum og NýDanskri.

GUNNAR ÁRNASON
Gunnar er tilnefndur fyrir hljóðvinnslu í KALDRI SLÓÐ. Árið 1986 hóf hann störf með hljómsveitum og vann meðal annars með Sálinni hans Jóns míns, Todmobile og NýDanskri. Gunnar hefur einnig unnið við fjölda kvikmynda og auglýsinga, meðal annars Litlu lirfuna ljótu, Önnu og skapsveiflunum og Blóðböndum. Þá hefur hann einnig unnið töluvert í leikhúsum og sjónvarpi. Gunnar rekur eigið upptökuhljóðver og vinnur nú við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Mannaveiðum.

PÉTUR EINARSSON
Tilnefning Péturs er fyrir hljóðvinnslu í VEÐRAMÓTUM. Hann hóf störf sem hljóðmaður hjá Sjónvarpinu árið 1988. Þá hélt hann til Danmerkur og lauk námi frá danska Kvikmyndaskólanum 1997. Næstu fjögur ár á eftir vann hann þar í landi, meðal annars með Lars von Trier í myndunum Dancer in the Dark, Manderley og Dogville. Þá vann hann einnig við Mifunes sidste sang. Pétur hefur unnið við fjölda íslenskra kvikmynda, meðal annars Ungfrúna góðu og húsið, Stellu í framboði, Voksne mennesker og Nóa albinóa.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×