Innlent

Umræða teygðist fram á nótt

MYND/Vísir

Þriðja umræða um frumvarp um Ríkisútvarpið teygðist fram á nótt þar sem forseti þingsins vildi ekki fresta þingfundi á miðnætti. Steingrímur J. Sigfússon fyrtist við þegar Jón Sigurðsson mætti ekki til þingfundar eins og Steingrímur hafði óskað eftir.

Hann gerði því einkavæðingarstefnu Framsóknarflokksins að umtalsefni upp úr miðnætti og talaði til klukkan hálf tvö í nótt en þá var þingfundi frestað. Þingfundur heldur áfram klukkan hálfellefu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×