Engin áform um íslenskan her, segir utanríkisráðherra 18. janúar 2007 12:49 Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, vill að landið verði áfram herlaust og mun birta leynilega viðauka við varnarsamninginn frá 1951. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira