Erlent

Nikótín aukið um 11%

MYND/Vísir

Tóbaksfyrirtæki juku magn nikótíns í sígarettum um 11% á árunum 1998 til 2005 til þess að gera reykingamönnum erfiðara að hætta að reykja. Þetta kom fram í rannsókn Harvard háskóla sem kom út í dag. Rannsóknin studdi niðurstöður heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum en þau höfðu gert svipaða rannsókn á síðasta ári.

Ekki náðist í forsvarsmenn tóbaksfyrirtækja til þess að fá viðbrögð við þessum niðurstöðum. Sala á sígarettum árið 2005 féll um 4,2% frá fyrra ári og hefur sala ekki verið lægri í 55 ár. Reykingafólki hefur fækkað jafnt og þétt síðan árið 1998. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að tóbaksfyrirtæki séu enn að reyna að gera sem flesta háða sígarettum þrátt fyrir að hafa verið sakfelld fyrir slíkt athæfi árið 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×