Erlent

Alþjóðlegur eiturlyfjahringur upprættur

MYND/Vísir

Hundrað og sautján manns voru handtekin víðs vegar um heiminn í gær vegna gruns um að vera meðlimir alþjóðlegs eiturlyfjahrings. Lögreglan í Kólumbíu átti frumkvæðið að rannsókninni en eiturlyfjahringurinn starfaði víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Dómíníkanska lýðveldinu.

Seldu þeir heróín og kókaín en lögreglan lagði hald á fimmtíu og fimm kíló af heróíni og hundrað sjötíu og sex kíló af kókaíni í þessum aðgerðum.Talið er að meðlimir hringsins hafi hagnast um allt að fjögur hundruð og nítíu milljónir íslenskra króna á eiturlyfjasölunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×