Kirilenko beðinn að taka sig saman í andlitinu 23. júní 2007 20:15 Forráðamenn Utah Jazz eru orðnir leiðir á vandræðum Kirilenko, en sitja væntanlega uppi með hann næstu árin NordicPhotos/GettyImages Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. Miller er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar leikmenn liðsins eru annars vegar - ekki síst þegar kemur að mönnum sem honum þykir ekki vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Kirilenko er launahæsti leikmaður Jazz, en þessi fyrrum stjörnuleikmaður var skugginn af sjálfum sér á síðustu leiktíð og fyllti mælinn hjá mörgum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann brast í grát eftir leik gegn Houston í úrslitakeppninni. Miller upplýsti í útvarpsviðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði Dallas boðið Utah hvaða leikmann sem var í skiptum fyrir Kirilenko. Þá spiluðu þar menn á borð við verðmætustu leikmenn NBA síðustu þriggja ára - Steve Nash og Dirk Nowitzki. Miller segir að ef honum yrðu boðin álíka skipti í dag, myndi hann líklega þiggja þau. "Það er engin brunaútsala í gangi hjá okkur varðandi Andrei, en ef við finndum lið sem myndi henta honum betur sem gæti boðið okkur eitthvað sem hentar okkur betur - myndum við klárlega skoða það," sagði Miller og hafði skilaboð til Kirilenko í sama viðtali. "Ég vildi óska að hann myndi bara þroskast og fara að spila eins og hann gerði hér áður," sagði Miller. Kirilenko á inni 63 milljónir dollara hjá Utah næstu fjögur árin en á síðasta tímabili skoraði hann aðeins 8,3 stig og hirti 4,7 fráköst. Þó helsti styrkur Kirilenko sé almennt álitin fjölhæfni hans og varnarleikur, er þetta tölfræði sem varla hæfir moldríkum fyrrum stjörnuleikmanni. NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. Miller er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar leikmenn liðsins eru annars vegar - ekki síst þegar kemur að mönnum sem honum þykir ekki vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Kirilenko er launahæsti leikmaður Jazz, en þessi fyrrum stjörnuleikmaður var skugginn af sjálfum sér á síðustu leiktíð og fyllti mælinn hjá mörgum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann brast í grát eftir leik gegn Houston í úrslitakeppninni. Miller upplýsti í útvarpsviðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði Dallas boðið Utah hvaða leikmann sem var í skiptum fyrir Kirilenko. Þá spiluðu þar menn á borð við verðmætustu leikmenn NBA síðustu þriggja ára - Steve Nash og Dirk Nowitzki. Miller segir að ef honum yrðu boðin álíka skipti í dag, myndi hann líklega þiggja þau. "Það er engin brunaútsala í gangi hjá okkur varðandi Andrei, en ef við finndum lið sem myndi henta honum betur sem gæti boðið okkur eitthvað sem hentar okkur betur - myndum við klárlega skoða það," sagði Miller og hafði skilaboð til Kirilenko í sama viðtali. "Ég vildi óska að hann myndi bara þroskast og fara að spila eins og hann gerði hér áður," sagði Miller. Kirilenko á inni 63 milljónir dollara hjá Utah næstu fjögur árin en á síðasta tímabili skoraði hann aðeins 8,3 stig og hirti 4,7 fráköst. Þó helsti styrkur Kirilenko sé almennt álitin fjölhæfni hans og varnarleikur, er þetta tölfræði sem varla hæfir moldríkum fyrrum stjörnuleikmanni.
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum