Innlent

Hyggst áfrýja

„Dómur héraðsdóms er rangur og honum verður áfrýjað,“ segir Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina. „Niðurstaðan er röng, við teljum okkur ekki eiga að greiða í samræmi við dóminn, það er alveg á hreinu.“

Þórarinn segir það algerlega rangt að hann hafi blekkt manninn, eins og fram kemur í dóminum. Hann segir dóminn geta haft áhrif á Veraldarvini, en segist vonast til þess að honum verði snúið í Hæstarétti.

Spurður hvort Veraldarvinir hafi bolmagn til að greiða laun, dráttarvexti og málskostnað staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms segir hann: „Við munum finna leiðir til að gera það, ef til þess kemur, en við trúum því ekki að það verði þannig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×