Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims 18. janúar 2007 08:14 Kaupþing. Mynd/GVA Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Kaupþing hlýtur góða einkunn í yfirferð nýútkomins tölublaðs viðskiptaritsins EuroWeek á síðasta ári og er ofarlega á blaði í vali á bestu lánþegum í hópi fyrirtækja og stofnana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjöunda himni yfir árangrinum. Bankinn er þannig í þriðja sæti yfir bestu lánþega í flokki fjármálafyrirtækja (Best financial institution borrower) og kemur þar á eftir ING Groep sem er í öðru sæti og skoska bankanum HBOS. Þá er Kaupþing í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur í heiminum sem þykja hafa staðið sig hvað best (Most impressive borrower of 2006). Þar deilir Kaupþing sætinu með Eksportfinans, General Electric Capital Corp og HBOS). Í þeim flokki trónir í efsta sæti Evrópski fjárfestingabankinn. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að þar á bæ séu menn bæði stoltir og glaðir yfir árangrinum. „EuroWeek spyr útgefendur og fjárfestingabanka hverjir þeir telji að hafi skarað fram úr, bæði sem fjárfestingabanka og einnig sem útgefendur skuldabréfa," segir hann og telur ekki lítið afrek að hafa skorað jafnhátt sem skuldabréfaútgefandi í flokki þar sem allt sé undir, hvort sem það eru þjóðríki, bankar, tryggingafélög eða annað. „Þarna er í raun allt undir, bæði landið og miðin beggja vegna Atlantshafsins og við auðvitað að keppa við banka, fyrirtæki og stofnanir sem eru margfalt stærri en við." Guðni segir erfitt að átta sig á í svipinn hverju valið kunni að skila bankanum, en ljóst sé að með þessu sé vakin athygli á góðum árangri hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á því að við höfum verið að gera rétta hluti. Við erum enda ekki síst ánægð með þetta í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið hér varð fyrir í upphafi síðasta árs. Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal aðila á markaði, bæði kaupenda og seljenda, að við séum þriðji besti bankaútgefandinn og sjötti útgefandinn yfir heildina sem þykir hafa staðið sig best." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Sjá meira
Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Kaupþing hlýtur góða einkunn í yfirferð nýútkomins tölublaðs viðskiptaritsins EuroWeek á síðasta ári og er ofarlega á blaði í vali á bestu lánþegum í hópi fyrirtækja og stofnana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjöunda himni yfir árangrinum. Bankinn er þannig í þriðja sæti yfir bestu lánþega í flokki fjármálafyrirtækja (Best financial institution borrower) og kemur þar á eftir ING Groep sem er í öðru sæti og skoska bankanum HBOS. Þá er Kaupþing í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur í heiminum sem þykja hafa staðið sig hvað best (Most impressive borrower of 2006). Þar deilir Kaupþing sætinu með Eksportfinans, General Electric Capital Corp og HBOS). Í þeim flokki trónir í efsta sæti Evrópski fjárfestingabankinn. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að þar á bæ séu menn bæði stoltir og glaðir yfir árangrinum. „EuroWeek spyr útgefendur og fjárfestingabanka hverjir þeir telji að hafi skarað fram úr, bæði sem fjárfestingabanka og einnig sem útgefendur skuldabréfa," segir hann og telur ekki lítið afrek að hafa skorað jafnhátt sem skuldabréfaútgefandi í flokki þar sem allt sé undir, hvort sem það eru þjóðríki, bankar, tryggingafélög eða annað. „Þarna er í raun allt undir, bæði landið og miðin beggja vegna Atlantshafsins og við auðvitað að keppa við banka, fyrirtæki og stofnanir sem eru margfalt stærri en við." Guðni segir erfitt að átta sig á í svipinn hverju valið kunni að skila bankanum, en ljóst sé að með þessu sé vakin athygli á góðum árangri hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á því að við höfum verið að gera rétta hluti. Við erum enda ekki síst ánægð með þetta í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið hér varð fyrir í upphafi síðasta árs. Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal aðila á markaði, bæði kaupenda og seljenda, að við séum þriðji besti bankaútgefandinn og sjötti útgefandinn yfir heildina sem þykir hafa staðið sig best."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Sjá meira