Innlent

Tjónið líklega um 70 milljónir

Mikill eldur kom upp í átta bifreiðum í porti á hafnarsvæðinu í Vogum á Vatnsleysuströnd rétt fyrir klukkan sex í morgun. Ekki er vitað um eldsupptök en talið er að um íkveikju sé að ræða en bílarnir eru björónýtir. Bifreiðarnar voru flest allar nýjar og voru þar meðal annars einn Hummer, tvær BMW bifreiðar og Dodge Viper. Þá brann einnig einn bátur sem var á svæðinu. Tjónið er talið geta numið um 70 milljónum að því er kemur fram hjá Víkurfréttum.

Tjónið nemur tugmilljónum króna. Bæði dekk og eldsneytistankar sprungu í brunanum og var þar töluverð hætta á ferð að sögn slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum. Um klukkustund tók að slökkva eldinn.

Þá var tilkynnt um annan bruna í gömlum torfkofa nálægt hafnarsvæðinu á sjötta tímanum í gærkvöld. Þar er einnig talið að um íkveikju sé að ræða. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Bæði málin eru í rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×