Erlent

Írakar nýta sér tæknina til að komast af

Google Earth forritið sýnir myndir af öllum heiminum.
Google Earth forritið sýnir myndir af öllum heiminum. MYND/AP
Almenningur í Írak er farinn að nota forritið Google Earth til þess að komast hjá ofbeldi í Bagdad. Sumir hafa meira að segja sett upp vefsíður þar sem bent er á hættuleg svæði.

Ein af aðferðunum sem notuð er, er að nota hin nákvæmu kort sem finnast á Google Earth til þess að teikna upp undankomuleiðir. Sumar öryggissveitir nota kortin til þess að komast að því hvaða götur þarf að vernda fyrir ásókn dauðasveita sem sveima um Bagdad.

Einnig er talið að dauðsveitirnar og hryðjuverkamenn noti Google Earth til þess að skipuleggja árásir sínar og velja skotmörk.

Ein af vefsíðunum sem leiðbeinir fólki hvað skuli gera til þess að forðast dauðasveitir sjía og súnní múslima bendir einnig á önnur ráð. Á meðal þeirra er að fá sér ný nafnskírteini með hlutlausum nöfnum, klæða sig hlutlaust, klippa skegg sitt og hengja upp myndir af leiðtogum sjía í híbýlum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×