Innlent

Útilokar ekki frekari frávísun

Arngrímur Ísberg dómari í Baugsmálinu útilokaði ekki frekari frávísun ákæruliða þegar Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar krafðist útskýringa á ákæruatriði. Arngrímur taldi skýrleika lykilinn að því að fækka vitnum á vitnalistanum sem telur rúmlega eitt hundrað manns. Gestur óskaði eftir því að settur saksóknari útskýrði ákæruatriði í 10. ákærulið sem snýr að meiriháttar bókhaldsbrotum og rangfærslu skjala. Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari ítrekaði að dómari hefði lagt blessun sína yfir ákæruna.

Yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni um ákæruliði 2-9 héldu áfram í morgun um meintar ólöglegar lánveitingar til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur og var það Gestur Jónsson sem spurði hann út úr.

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari tók þá við vegna 17. ákæruliðs sem snýr að Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni sem er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot Baugs vegna Kaupþing í Luxemborg á árinu 1999.

Réttarhlé er til kl. 13.15 en þá mun Gestur Jónsson taka við og spyrja Jón Ásgeir út í ákærulið 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×