Innlent

Meistarinn lætur gott af sér leiða

Fern samtök fengu í dag afhenta tæpa milljón króna sem safnað var í tveimur þáttum af Meistaranum. Undanfarin fimmtudagskvöld hefur sjónvarpsþátturinn Meistarinn verið með öðru sniði, með liðakeppni og greitt sérstaklega fyrir stig. Með þessu móti safnaðist tæp milljón króna og í dag fengu fern samtök að njóta góðs af því.

Keppendur afhentu fulltrúum Stígamóta, MND-félagsins, ABC barnahjálpar og Umhyggju peningana sem söfnuðust. Á fimmtudagskvöld tekur svo alvaran við á nýjan leik en þá hefst hin eiginlega keppni um meistarann, þar sem 16 keppendur berjast um fimm milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×