Erlent

Stjórnvöld í Suður-Afríku skila landi

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að herða róðurinn til þess að bæta efnahag svarta hluta þjóðarinnar. Hluti af þeim áætlunum snýst um að skila landi í eigu hvítra til svartra.

Stjórnvöld skýrðu frá því í dag að fyrsta nauðungarsalan á landi hefði farið fram í lok janúar. Landið var í eign kirkjunnar. Áætlunin á að gera svarta hluta þjóðarinnar kleyft að eignast land eða fá bætur í stað þess. Forfeður margra svartra Suður-Afríkubúa voru reknir af löndum sínum í upphafi 19. aldarinnar.

Landbúnaðarráðherra Suður-Afríku, Lulu Xingwana, hefur gagnrýnt hvíta landeigendur og bændur fyrir að vilja of mikið fyrir jarðir sínar og þannig seinka áformum stjórnvalda.

Stjórnvöld hafa þurft að sæta gagnrýni vegna þess hversu langan tíma áætlunin hefur tekið. Sumir hópar hafa jafnvel hópað því að ráðast inn á býli og landsvæði og eigna sér þau, rétt eins og gerðist í Zimbabwe fyrir nokkrum árum.

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa sagt að þetta líkist ekkert aðgerðunum í Zimbabwe þar sem landeigendum sé borgað fyrir jarðir sínar. Einnig er þetta gert í krafti laga sem voru samþykkt eftir að landið varð lýðræði á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×