Viðskipti innlent

Marel undir væntingum

Hörður Arnarson, forstjóri Marel.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel. Mynd/E.Ól

Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs.

Í uppgjöri Marel kemur fram að sala nam 208,7 milljónum evra, 18,5 milljörðum króna, samanborið við 129,0 milljónir evra, eða 11,5 milljarða krónur, ári fyrra. Aukningin nemur 61,7% á milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBIT) fyrir einskiptiskostnað nam 11,5 milljónum evra, jafnvirði rúmlega einum milljarði króna. Að einskiptikostnaði frátöldum nam rekstrarhagnaðurinn 7,5 milljónum evra, 666,90 milljónum króna, sem er 3,6% af sölutekjum samanborið við 9,7 milljónir eða 862,5 milljónir króna árið áður. Gjaldfærður einskiptiskostnaður vegna samþættingar nam um 4 milljónum evra, 355,68 milljónum króna, þar af 2,5 milljónir evra, 222,3 milljónir króna, á fjórða ársfjórðungi.

Fjármagnsgjöld voru um 5,0 milljónir evra samanborið við 2,6 milljónir evra árið áður. Hækkun stafar af aukinni starfsemi tengdum kaupum á AEW Delford Systems og Scanvægt. Tap af hlutdeildarfélagi (1,4 milljónir evra) má rekja til verðlækkunar á hlutabréfum í hollenska fyrirtækinu Stork NV en þau eru færð á markaðsvirði, að því er segir í uppgjöri Marel.

Handbært fé í lok tímabilsins nam 63,1 milljón evra, 5,6 milljörðum króna. Eigið fé rúmlega þrefaldaðist á árinu, hækkaði úr 41 milljón evra, rúmlega 3,6 milljörðum króna, í 144 milljónir evra, 12,8 milljarða krónur. Eiginfjárhlutfall 39,6% í árslok 2006.

Hörður Arnarson, forstjóri Marel, segir síðasta ár hafa verið mjög viðburðaríkt en fyrirtækið réðst í kaup á tveimur fyrirtækjum, AEW/Delford í apríl og Scanvægt International í Danmörku í ágúst í fyrra. Með kaupunum og samþættingu þeirra við rekstur Marel verður til leiðandi félag á sínu sviði, að hans sögn.

Uppgjör Marel






Fleiri fréttir

Sjá meira


×