Erlent

Írak lokar landamærum sínum

Mikið hefur verið um sprengjutilræði í Írak að undanförnu. Myndin sýnir ungan dreng hlaupa frá húsi sem brann eftir nálæga sprengingu í morgun.
Mikið hefur verið um sprengjutilræði í Írak að undanförnu. Myndin sýnir ungan dreng hlaupa frá húsi sem brann eftir nálæga sprengingu í morgun. MYND/AP
Írakar ætla að loka landamærum sínum við Sýrland og Íran til þess að reyna að koma í veg fyrir þá öldu ofbeldis sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Einnig á að lengja útivistarbann sem hefur ríkt í höfuðborginni á kvöldin. Báðar aðgerðirnar eru hluti af nýju skipulagi Íraka og Bandaríkjamanna sem á að binda endi á ofbeldið í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×