Innlent

Deilum um sölu Íslenskra aðalverktaka vísað frá dómi

MYND/Valgarður

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu eigenda Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingafélags um að viðurkennt yrði að útboð vegna sölu á tæplega fjörutíu prósenta hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum væri ólögmætt. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnenda um skaðabætur.

Fjögur tilboð bárust í eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu og var gengið að tilboði lykilstjórnenda í íslenskum aðalverktökum. Stefnendur í málinu töldu meðal annars að stjórnendurnir hefðu haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um fyrirtækið sem aðrir bjóðendur hefðu ekki haft. Dómurinn taldi ósannað að framkvæmd útboðsins hafi ekki verið í samræmi við lög og að sama skapi var ekki fallist á að ríkið hefði bakað sér bótaábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×