Innlent

Vilja takmarka vegi um hálendið

MYND/365

Stöðva ber frekari gerð uppbyggðra vega á hálendinu og takmarka gerð annarra vega eins og kostur er að mati höfunda hálendisvegaskýrslu Landverndar. Skýrsluhöfundar leggja til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum.

Hálendisvegaskýrslan var unnin í samræmi við samþykkt aðalfundar Landverndar frá árinu 2005. Þá var ákveðið að skipa þverfaglegan vinnuhóp til að vinna grunn að stefnu Landverndar um hálendisvegi. Hlutverk hópsins var að lýsa núverandi ástandi, greina stefnu stjórnvalda, taka saman yfirlit yfir hugmyndir um hálendisvegi, greina helstu áhrif vegagerðar á náttúrufar og víðerni og gera tillögu að stefnu Landverndar.

Í skýrslunni er lögð áhersla á nauðsyn þess að greint sé á milli ferðamannavega og almennra vega. Bæði hvað varðar gerð vega og val á staðsetningu. Að mati skýrsluhöfunda eiga vegir almennt að vera byggðir með það að leiðarljósi að gera vegfarendum og flutningabílum mögulegt að komast fljótt og örugglega á milli áfangastaða. Ferðamannavegir eiga hins vegar að þjóna þeim tilgangi að gera ferðafólki, jafnt innlendum sem erlendum ferðamönnum, mögulegt að fara um áhugaverð svæði. Telja skýrsluhöfundar að vegir á miðhálendi Íslands eigi fyrst og fremst að vera ferðamannavegir og mikilvægt er að þar verði víðáttumikil án vega.

Þá leggja skýrsluhöfundar til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Ennfremur er lögð áhersla á að stöðva skuli frekari gerð uppbyggðra vega á hálendinu og takmarka gerð annarra vega eins og kostur er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×