Innlent

Framleiðslukostnaður sjávarafurða hækkar mest

Kostnaður við framleiðslu sjávarafurða hækkar mest.
Kostnaður við framleiðslu sjávarafurða hækkar mest.
Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 0,3 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2006. Hún er nú 121,6 stig. Vísitala sjávarafurða hækkar um rúmt eitt prósent og er 128,5 stig. Vísitalan fyrir annan iðnað lækkar um 0,3 prósent og er nú 117 stig.

Hækkunin fyrir vörur sem eru framleiddar og seldar innanlands jafngildir 0,2 prósent verðhækkun, en fyrir útfluttar vörur 0,4 prósent. Þá lækkar vísitala framleiðsluverðs fyrir útfluttar afurðir án sjávarafurða um eitt prósent frá fyrra ársfjórðungi.

Vísitalan í heild hefur hækkað um tæp 22 prósent frá fjórða ársfjórðungi 2005, fyrir sjávarafurðir um tæp 29 prósent og fyrir annan iðnað um 17 prósent.

Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×