Erlent

Fleiri hundruð konur í brúðarhlaupi í Boston

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Fleiri hundruð konur hlupu hið svokallaða brúðarhlaup í Boston í Bandaríkjunum í gær þegar útsala á brúðakjólum hófst þar í borg.

Ár hvert heldur Filene´s basement mikla útsölu á brúðarkjólum og kjólum fyrir brúðarmeyjar. Fleiri hundruð kvenna voru í biðröðinni í morgun, en þær fyrstu byrjuðu að bíða klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Brúðir, brúðarmeyjar og mæður þeirra hvaðanaæva frá Bandaríkjunum hlupu svo inn þegar útsalan hófst.

Á þriðja þúsund kjóla eru í boði á útsölunni á geysimiklum afslætti.

Útsala verslunarinnar er þekkt um öll Bandaríkin sem Brúðarhlaupið, þar sem opnunin minnir oft á hið fræga nautahlaup í Pamplóna á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×