Innlent

Þrír handteknir í Hafnarfirði

Einn bílanna sem var skemmdur í Hafnarfirði.
Einn bílanna sem var skemmdur í Hafnarfirði. MYND/Einar Árnason

Þrír piltar á unglingsaldri voru handteknir í húsi í Hafnarfirði í dag vegna skemmdarverka sem unnin voru á tugum bifreiða í Hafnarfirði í nótt. Piltarnir eru 16-17 ára og hafa allir komið ítrekað við sögu lögreglu.

Tilkynningar tóku að berast lögreglu í morgun, en aðallega var um að ræða bifreiðar og vinnuvélar af hesthúsasvæðinu í Almannadal og af iðnaðarsvæðinu austan við Álverið í Straumsvík. Þá var líka unnið tjón á hesthúsum og iðnaðarhúsnæði. Talið er að tjónið nemi tugum milljóna króna.

Yfirheyrslur yfir þremenningunum standa nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×