Erlent

Bush vongóður um friðsamlega lausn Íransdeilu

Bush á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag.
Bush á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag. MYND/AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði síðdegis að hann væri þeirrar skoðunnar að Bandaríkin og samherjar þeirra nálguðust friðsama lausn á deilu sinni við Íran. Deilurnar snúast um kjarnorkuáætlun Írana. Bush sagði jafnframt að hann efaði að veinar viðræður ríkjanna tveggja myndu bera árangur.

„Ef ég héldi að við gætum náð árangri mundi ég setjast til viðræðna við Írani," sagði Bush við fréttamenn í dag. „En ég held að við náum ekki árangri þannig núna. Ég tel líklegra að árangur náist ef aðrir aðilar taka þátt í viðræðunum." bætti Bush við að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×