Erlent

Los Angeles verður þráðlaus 2009

Hægt verður að vera með fartölvur um alla borg og vera sítengdur netinu.
Hægt verður að vera með fartölvur um alla borg og vera sítengdur netinu. MYND/Vísir
Borgarstjórinn í Los Angeles hefur ákveðið að borgaryfirvöld muni bjóða upp á frítt, eða mjög ódýrt, þráðlaust net fyrir alla borgarbúa. Verkefnið á að vera tilbúið árið 2009 og verður eitt stærsta þráðlausa net Bandaríkjanna.

Íbúar, skólar, fyrirtæki og gestir gætu tengst þessu háhraðaneti hvenær sem er. Jafnvel til þess að nota síma sem hringja í gegnum internetið.

Fleiri en 300 borgir í Bandaríkjunum hafa þegar ákveðið að hefja vinnu við svipaðar áætlanir. Þráðlaust net stendur oft til boða á kaffihúsum, almenningsgörðum og flugvöllum.

Ástæðuna segir borgarstjórinn, Antonio Villaraigosa, að aðgangur að internetinu fyrir alla íbúa borgarinnar eigi eftir að styrkja efnahag hennar. Kostnaður við verkefnið á eftir að verða um 62 milljónir dollara, eða um 4,2 milljarðar íslenskra króna.

Verkefnið verður boðið út til einkafyrirtækja sem síðan myndu njóta styrkja frá borginni. Einnig er hugsanlegt að lágt gjald verði tekið fyrir þjónustuna eða þá að auglýsingar eigi eftir að birtast á meðan fólk er tengt þráðlausa netinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×