Erlent

Tíunda hvert íslenskt barn einmana

Velsæld barna í iðnríkjunum er minnst í Bretlandi og Bandaríkjunum en best líður þeim á Norðurlöndunum. Heilbrigði barna er óvíða betri en hér á landi en fjölskyldu- og vinatengslum íslenskra barna er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Skýrsla UNICEF um velferð barna og ungmenna í iðnríkjunum tekur til ýmissa þátta, til dæmis efnahagslegra gæða, heilsufars, menntunar og tilfinningalífs. Íslensk börn koma ágætlega út úr könnuninni, heilsufar þeirra er almennt með því besta sem gerist en sú menntun sem þau fá er hins vegar sögð vera aðeins í meðallagi góð. Þá er tíunda hvert barn á Íslandi einmana og á því geta verið nokkrar skýringar. Ein er sú að fátíðar er hér á landi að foreldrar setjist niður með þeim til að spjalla.

Almennt koma lönd Norður-Evrópu best út úr könnuninni en á botninum sitja Bandaríkin og Bretland. Stærri hluti barna í þessum löndum býr við kröpp kjör og slæma heilsu en jafnaldrar þeirra í OECD-löndunum og í framtíðinni bíður þeirra að drekka meira áfengi og stundi óöruggara kynlíf en jafnaldrar þeirra annars staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×