Erlent

Lögfræðingar Libbys ljúka máli sínu

Lewis „Scooter“ Libby gengur úr dómssal þann 5. febrúar síðastliðinn.
Lewis „Scooter“ Libby gengur úr dómssal þann 5. febrúar síðastliðinn. MYND/AP
Lögfræðingar Lewis „Scooters" Libbys hafa lokið máli sínu eftir aðeins þriggja daga vörn. Libby er sakaður um að hafa logið að rannsóknarmönnum sem voru að reyna að komast að því hver lak upplýsingum um Valerie Plame, útsendara CIA.

Ákæruvaldið eyddi þremur vikum í að færa rök fyrir máli sínu. Lögmenn Libbys treysta hins vegar á að þeim hafi tekist að sýna fram á að hann sé saklaus.

Libby var áður helsti aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta

Bandaríkjanna. Búist var við því að Dick Cheney myndi bera vitni í málinu en hann átti að vera skapgerðarvitni fyrir Libby. Verjendur Libbys hættu síðan við þá áætlun á síðustu stundu.

Ekki er vitað hver það var sem sagði fjölmiðlum frá nafni Plame. Eiginmaður hennar, Joseph Wilson, hefur sagt að ríkisstjórnin hafi gert það viljandi vegna gagnrýni hans á stríðsreksturinn í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×