Erlent

Tveggja ára laumufarþegi

Tveggja ára stúlku tókst að komast frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi og um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrarnir voru að ganga um borð í flugvél á leið til Túnis þegar þau urðu þess vör að stúlkan var horfin. Þau tilkynntu öryggisvörðum flugvallarins í Nürnberg umsvifalaust um hvarf hennar.

Flugturn sendi viðvörun til allra flugmanna eftir að leit á flugvellinum bar ekki árangur. Flugfreyja í flugvél á leið til Egyptalands tilkynnti stuttu síðar að stúlkan hefði fengið sér sæti í farþegarýminu. Hún sagði að barnið hefði sest í sæti og spennt beltið; "Engan grunaði að hún væri ein."

Vélin var að verða tilbúin fyrir flugtak og var því frestað til að koma stúlkunni til foreldra sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×