Erlent

Leiftrandi risasmokkur

Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af risasmokkfiski í sínum náttúrulegum heimkynnum, þær fyrstu í sögunni, að þeirra sögn. Sjö metra löng ófreskjan var mynduð á nokkur hundruð metra dýpi í norðanverðu Kyrrahafinu í desember 2005. Á myndunum sést skepnan svamla fimlega um öngul vísindamannanna og af og til bregður fyrir daufu leiftri úr örmum hennar. Talið er að hún noti þennan hæfileika til að blinda bráð sína og til að mæla fjarlægðina að henni. Smokkfiskurinn hafði raunar ekkert upp úr krafsinu að þessu sinni því hann drapst þegar hann var hífður upp á yfirborðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×