Erlent

Engisprettufaraldur í Mexíkó

Í héruðunum Tabasco og Campenche í Mexíkó geisar nú engisprettufaraldur en gríðarstórir hópar engisprettna hafa undanfarna daga sett uppskeru, búfénað og fólk úr skorðum í héruðunum. Þúsundir hektara af ræktarlandi eru í hættu vegna faraldursins. Á síðasta ári skemmdust hundruð hektara í svipuðum faraldri en umhverfissérfræðingar segja skordýrin koma til svæðisins til að fjölga sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×