Erlent

Hafnar misréttinu

Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, segir það eitt af sínum helstu verkefnum sem stjórnmálamanns að koma í veg fyrir að samkynhneigðir séu beittir misrétti í eyjunum.

Eidesgaard er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í boði Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Hann kom til landsins í gær ásamt föruneyti og snýr svo aftur heim á morgun. Á fundum sínum með íslenskum ráðamönnum hefur Eidesgaard rætt um efnahags- og öryggismál, svo og þau áform að opna ræðismannsskrifstofu í Þórshöfn og í Reykjavík. Segir Eidesgaard líklegt að það gerist með vorinu. Eidesgaard er leiðtogi færeyskra jafnaðarmanna. Þeir hafa beitt sér á lögþinginu fyrir því að bæta réttarstöðu samkynhneigðra en þar til í haust var ekki lagt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar í Færeyjum.

Jóannes segir lagabreytinguna mikið fagnaðarefni enda sé mismunun á grundvelli kynhneigðar með öllu óásættanlega. Hann segir eitt af sínum forgangsverkefnum sem lögþingsmanns að tryggja að öllum líði vel í Færeyjum burtséð frá kynhneigð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×