Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stýrivextir hafa verið óbreyttir vestanhafs síðan í júní í fyrra eftir viðvarandi hækkanaskeið. Fréttaveitan Bloomberg segir líkur á að seðlabankinn muni ákveða að halda stýrivöxtunum óbreyttum áfram á næsta vaxtaákvörðunardegi í lok mars.

Greiningardeild Landsbankans bendir á það í Vegvísi sínum í dag að launavísitala á almennum markaði hafi hækkað um 0,8 prósent í Bandaríkjunum á síðasta ársfjórðungi 2006 og sé lítill sem enginn verðbólguþrýstingur því frá vinnumarkaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×