Erlent

Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum

Hugo Chavez, einvaldur í Venesúela.
Hugo Chavez, einvaldur í Venesúela. MYND/AP

Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja.

Hugo Chavez, forseti Venesúela, fékk nýverið alræðisvöld í Venesúela til næstu 18 mánaða. Hann sagði í ræðu í dag að ef fyrirtækin sem eiga vinnsluréttinn á olíunni við landgrunn Venesúela næðu ekki samningum við ríkistjórn landsins fyrir 1. maí næstkomandi myndi Venesúela hirða verkefnin af fyrirtækjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×