Erlent

Árásir gerðar á Mogadishu

Stuðningsmenn íslamska dómstólaráðsins sýna mátt sinn fyrir stríðið sem kom þeim frá völdum.
Stuðningsmenn íslamska dómstólaráðsins sýna mátt sinn fyrir stríðið sem kom þeim frá völdum. MYND/AP

Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni.

Stjórnvöld í Sómalíu komu íslömskum uppreisnarmönnum frá völdum í borginni eftir tveggja vikna langt stríð í upphafi árs. Þó nokkrar árásir hafa verið gerðar á borgina síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×