Innlent

Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran

Bandaríkjamenn saka Írana  um að sjá hryðjuverkamönnum í Írak fyrir háþróuðum vopnum.
Bandaríkjamenn saka Írana um að sjá hryðjuverkamönnum í Írak fyrir háþróuðum vopnum. MYND/AP

Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag.

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, sagði í útvarpsviðtali í dag að Bandaríkjamenn hefðu fulla trú á því að hægt væri að leysa deiluna við Íran með viðræðum. Hann tók þó fram að þegar að um Íran væri að ræða væri ekki hægt að útiloka neina möguleika.

Burns vildi ekkert ræða um kjarnorkudeilu ríkjanna tveggja og sagði einfaldlega að Íranar gætu ekki ætlast til þess að það yrðu engin viðbrögð við aðgerðum þeirra. „Við erum að reyna að sannfæra Írana um að það besta fyrir þá sé að setjast niður með Bandaríkjamönnum og tala saman. Það er stefna Bandaríkjanna." sagði hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×