Erlent

Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum

MYND/AP

Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum.

Dauðarefsingar eru bannaðar í Evrópusambandinu en þær komu nýlega til tals á Evrópuþinginu vegna yfirlýsinga þingmanna Póllands um að hugsanlegt væri að landið tæki upp dauðarefsingar á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×