Innlent

Geir gengur á fund forseta í dag

Ingirbjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde, eftir viðræðufund þeirra í Alþingishúsinu í gær.
Ingirbjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde, eftir viðræðufund þeirra í Alþingishúsinu í gær. MYND/Fréttablaðið Hörður

Geir H. Haarde forsætisráðherra mun í dag ganga á fund forseta Íslands og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Jafnframt mun hann óska eftir umboði til að mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkana munu hefjast í dag.

Óánægju gætti meðal Framsóknarmanna þegar Sjálfstæðismenn slitu stjórnarsamstarfi við þá í gær á grundvelli of lítils meirihluta og mikils fylgistaps Framsóknarflokksins í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×