Innlent

Bankatoppar fá þjóðhöfðingjamóttökur

Tæplega 30 ómerktir eðalvagnar voru pantaðir á Leifsstöð og Reykjavíkurflugvöll í gær.

Í ljós hefur komið að þarna voru á ferð ómerktir leigubílar frá Hreyfli, svartir bensar, BMW-bílarr og Lincolnar, mættir upp á flugstöð á þriðja tímanum í gær til að sækja háttsetta evrópska bankamenn. Alls voru 28 bílar pantaðir í þessa för, hluti fór út á Leifsstöð og hluti niður á Reykjavíkurflugvöll en einhverjir bankamannanna flugu til landsins á einkaþotum. Liðið var síðan keyrt á Hótel Nordica.

Það var Glitnir sem átti veg og vanda af þessum höfðinglegu móttökum sem eru sambærilegar við þær sem erlendir þjóðhöfðingjar fá, svokallaður diplómataakstur en þá svífa menn um í ómerktum eðalvögnum.

Mennirnir eru hingað komnir til að sitja fund IIEB, sem stendur fyrir Institut international d'études bancaires og eru samtök manna sem eru háttsettir í bankaheiminum.

Samtökin eru hálfrar aldar gömul og meðlimir eru einungis rúmlega fimmtíu. Þeirra á meðal er Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Samtökin funda tvisvar á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×