Erlent

Karlmenn hættir að slá konum gullhamra

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Það er mikilvægt fyrir vellíðan fólks að fá hrós.
Það er mikilvægt fyrir vellíðan fólks að fá hrós. MYND/Getty Images
Karlmenn eru orðnir of meðvitaðir um rétta og viðeigandi háttsemi á vinnustöðum. Þeir eru þess vegna mikið til hættir að slá kvenkyns vinnufélögum sínum gullhamra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir framleiðanda Loire Valley hvítvínsins. Um 65 prósent kvenna grunar einnig að á bakvið jákvæða athugasemd karlkyns samstarfsfélaga, eða nýs kunningja, liggi alltaf eitthvað meira. Þó elska 89 prósent kvenna að fá lofsyrði, en 67 prósentum finnst óþægilegt að fá það frá öðrum en maka sínum. Könnunin leiddi í ljós að um 12 prósent kvenna höfðu ekki fengið skjall síðustu þrjá mánuði. Christine Webber hjónabandsráðgjafi sagði að á sama tíma og gullhamrar gætu virst hégómlegir, væru þeir afar mikilvægir fyrir vellíðan fólks. Haft er eftir henni á fréttavef Ananova að galdurinn sé að hrósa einhverjum og láta manneskjunni þannig líða vel; “án þess að gera það smeðjulega, eða það sem verra er, að virðast örlítið nautnasjúkur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×